Hljóðaklettar Lubba til útprentunar á PDF |
|
![]() |
![]() |
Velkomin í ferðalag með Lubba!
Lubbi býður öllum börnum í ævintýraferð um Ísland þvert og endilangt í leit að 35 málbeinum sem hjálpa honum að læra íslensku málhljóðin, fljótt og vel. Hann býður ykkur jafnframt að koma í Hljóðasmiðjuna sína til að æfa ykkur í að tengja saman hljóðin og læra að lesa og skrifa um leið og hann.
Viltu ná árangri með Lubba?
Fátt er vænlegra til árangurs í lífinu en að saman fari þekking og að tala skýrt og gott mál. Jafnframt er það mikill gleðigjafi að hafa góð tök á móðurmálinu. Þar reynist hann Lubbi frábær félagi og kennari í Hljóðasmiðjunni sinni, svo skýr og hljómmikill að okkur langar öll til að vera eins skýrmælt og hann.
Vigdís Finnbogadóttir
Hljóðasmiðjubragur
Hvatning til Lubba og allra hinna sem æfa málhljóðin og vilja læra að lesa sem allra fyrst.
í lestrarnámi miðju. Ánægður nú hleypur hann í hljóðasmiðju: Hann vill geta lesið ljóðin og lært öll hljóðin. Þórarinn Eldjárn |