Rannsóknir

Hljóðasmiðja Lubba byggir að stórum hluta á doktorsrannsókn Þóru Másdóttur (2008) um hljóðþróun ungra barna sem og á nýrri rannsókn um framburð 2 - 8 ára barna (Þóra Másdóttir, 2014).

Í doktorsrannsókninni var málhljóða¬tileinkun barna á aldrinum tveggja til þriggja ára skoðuð sem og frávik í framburði eldri leikskólabarna. Helstu niðurstöður bentu til kerfisbundins stíganda í hljóðþróun barna með hækkandi aldri. Ennfremur kom í ljós að þótt þróun málhljóða væri um margt svipuð í íslensku og öðrum skyldum tungumálum voru viss atriði sem teljast séríslensk (sjá nánar í handbók Hljóðasmiðjunnar).

Höfundar rýndu í niðurstöður rannsóknarinnar og í bókinni Lubbi finnur málbein (Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir, 2009) var málhljóðunum raðað að stórum hluta upp eftir tileinkunarröð, þ.e. í þeirri röð sem íslensk börn tileinka sér málhljóðin.

Hljóðasmiðja Lubba byggir á sama grunni og er lögð sérstök áhersla á málhljóðin þótt bókstafirnir birtist sem fulltrúar þeirra, m.a. í þeim tilgangi að tengja saman hljóð og stafi í vinnu með lestur og ritun.

Þóra Másdóttir (2008). Phonological development and disorders in Icelandic-speaking children. Doktorsrannsókn við Newcastle University. Prentuð af Háskólaprenti. ISBN Þóra Másdóttir (2014). Málhljóðapróf ÞM: Handbók. Heyrnar- og talmeinastöð, Reykjavík.

Hafa samband

**JLIB_HTML_CLOAKING**
+354 864 3447

Besta fræðibókin fyrir börn árið 2010


©

Copper Hill. All rights reserved.
Powered by Vefarinnmikli.is.