Sérstaða Lubbaefnisns


Sérstaða Lubbaefnisins liggur m.a. í eftirfarandi:

hnitmiðaðri rannsóknar- og þróunarvinnu höfunda til fjölda ára, m.a. doktorsverkefni Þóru um tileinkun barna á íslensku máhljóðunum sem sýnir fram á tileinkunarröð. Ennfremur nýja rannsókn þar sem gagna var aflað um hljóðþróun og framburð rúmlega 400 barna á aldrinum 2½ árs til 8 ára.

 

  • notkun táknrænna hreyfinga fyrir hvert málhljóð sem gerir hljóðin nánast sýnileg og áþreifanleg. Byggt er áralangri reynslu og frumkvöðulsstarfi Eyrúnar af þróun tjáskiptamátans Tákna með tali í vinnu með börnum með fjölbreytileg frávik í máli og tali, m.a. barna alvarleg framburðarfrávik.
  • táknrænu hreyfingarnar eru íslensk hugsmíð höfunda sem hefur mikla sérstöðu þegar tekið er mið af sambærilegu efni í alþjóðlegu samhengi. Hér má nefna að táknrænar hreyfingar sérhljóðanna tengjast allar tilfinningum og líðan og táknrænar hreyfingar samhljóðanna hinum ýmsu athöfnum.
  • byggt er á Hljóðanámi í þrívídd, hugmyndafræðilegri nálgun er höfundar hafa þróað og felur í sér samþættingu skynleiða; sjón-, heyrnar- og hreyfi-/snertiskyns sem auðveldar og hraðar tileinkun hljóðanna og vistun þeirra í minni.
  • málbeinum Lubba fyrir hvert málhljóð í litum Hljóðaregnbogans sem vekja áhuga barnanna og gera hljóðanámið að skemmtilegum leik
  • áherslu á brúarsmíð á milli málhljóða og bókstafa með stuðningi táknrænu hreyfinganna. Lubbi er sannkallaður brúarsmiður
  • sérstakri áherslu á hljóðavitund sem liggur til grundvallar umskráningu sem er forsenda lestrarfærni
  • áhersla á hljóðtengingu með stuðningi málbeina og hringja með táknrænum hreyfingum, sbr. vinnuborð Lubba sem hann notar til að læra að lesa
  • tengingu við íslenska náttúru og staðhætti
  • vísum fyrir hvert málhljóð eftir Þórarin Eldjárn

Nánari umfjöllun um hin ýmsu atriði er að finna í ítarlegri handbók sem fylgir Hljóðasmiðju Lubba.

Hafa samband

**JLIB_HTML_CLOAKING**
+354 864 3447

Besta fræðibókin fyrir börn árið 2010


©

Copper Hill. All rights reserved.
Powered by Vefarinnmikli.is.