Lubbi finnur málbein

Viltu hjálpa Lubba að finna málbein?

 


Athugið!

Verðin eru gefin upp
í pöntunarforminu
Pöntunarform 

 

Viðurkenning

logo

 

Besta fræðibókin fyrir börn árið 2010

 

 

Dóttir mín er ættleidd frá frönskumælandi Afríkuríki og við búum í París. Fljótlega eftir að hún kom til okkar, 18 mánaða gömul, fékk hún bókina og mynddiskinn um Lubba. Hún hreifst strax af hvoru tveggja og innan skamms söng hún, gerði tákn og benti á bókstafi, áður en hún fór að tjá sig í setningum. Ég er sannfærð um að þetta skemmtilega og vel útfærða efni hefur hjálpað dóttur minni mikið við að skilja og tala íslensku.

Dr. Ásdís Ólafsdóttir, listfræðingur, París

Síðan ég kynntist Lubbaefninu hef ég verið einlægur aðdáandi. Það sem gerir Lubbaefnið svo einstakt eru táknrænu hreyfingarnar með hverju hljóði sem gerir manni kleift að nýta það með mjög ungum börnum. Lubbi er einfaldlega frábær hugsmíð.

Hrafnhildur Halldórsdóttir, talmeinafræðingur á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Ég hef notað málörvunarefnið „Lubbi finnur málbein" mjög mikið í vinnu minni með tveggja ára gömlum börnum. Efnið er mjög aðgengilegt fyrir kennarann og vekur gleði og áhuga hjá börnunum. Mér finnst notkun á efninu gífurlega árangursrík og börnin eru í allflestum tilfellum fljót að tileinka sér hljóðin og taka mjög örum framförum.

Karólína Sigurðardóttir, deildarstjóri yngri drengja, leikskólanum Akri, Reykjanesbæ

Hljóðasmiðja Lubba er nýstárlegt, skemmtilegt og metnaðarfullt málörvunarefni sem byggir á íslenskri og erlendri rannsóknarvinnu. Efnið hentar öllum börnum sem þurfa sértæka málörvun og einnig til að stuðla að snemmbúnu læsi með því að styrkja mikilvæga undirstöðuþætti fyrir lestur. Ég mæli hiklaust með þessu vandaða efni til að hjálpa börnum á öllum aldri til þess að ná betra valdi á orðaforða, framburði, viðeigandi málnotkun, lestri og stafsetningu.

Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur og Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar; leikskólastig. Meðhöfundur að Leið til læsis.

Börn með veikleika í hljóðkerfis- og hljóðavitund eiga oft mjög erfitt með að tileinka sér hljóð og heiti bókstafanna. Með því að nota Lubbatáknin við stafainnlögn má í raun segja að hljóðanámið fari fram í þrívídd þar sem þriðju víddinni, táknunum, er bætt við heyrnrænu og sjónrænu skynjunarleiðirnar. Með því að nota Lubbatáknin nýta börnin sér bæði merkingarlega þýðingu táknanna og vöðvaminni til stuðnings og minnisfestingar bókstafa og hljóða. Lubbatáknin koma jafnframt að mjög góðum notum við framburðarþjálfun. Ég get því hiklaust mælt með Lubbaverkefnunum við lestrarundirbúning og framburðarþjálfun.

Bjartey Sigurðadóttir, talmeinafræðingur við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar; grunnskólastig. Meðhöfundur að Leið til læsis.

Þegar Lubbaefnið kom fyrst út fyrir fimm árum gerði ég mér strax grein fyrir hvað það er vandað og faglega unnið, en þá hafði ég þegar notað Tákn með tali með nemendum mínum í rúmlega þrjátíu ár. Einn af stóru kostunum við Lubbaefnið er að það er faglega unnið, grípandi og skemmtilegt en samt það einfalt í notkun að það nýtist ekki aðeins okkur talmeinafræðingum mjög vel í vinnu með börnum með málþroskafrávik, heldur hentar það í raun öllum þeim sem eru að aðstoða börn við að stíga fyrstu skrefin í lestrarferlinu.

Signý Einarsdóttir, talmeinafræðingur hjá Talstöðinni, Kópavogi