Lubbi finnur málbein

Viltu hjálpa Lubba að finna málbein?

 

Pöntunarform

Athugið!
Verðin eru gefin upp
í pöntunarforminuViðurkenning

logo

 

Besta fræðibókin fyrir börn árið 2010

 

 

Börn með veikleika í hljóðkerfis- og hljóðavitund eiga oft mjög erfitt með að tileinka sér hljóð og heiti bókstafanna. Með því að nota Lubbatáknin við stafainnlögn má í raun segja að hljóðanámið fari fram í þrívídd þar sem þriðju víddinni, táknunum, er bætt við heyrnrænu og sjónrænu skynjunarleiðirnar. Með því að nota Lubbatáknin nýta börnin sér bæði merkingarlega þýðingu táknanna og vöðvaminni til stuðnings og minnisfestingar bókstafa og hljóða. Lubbatáknin koma jafnframt að mjög góðum notum við framburðarþjálfun. Ég get því hiklaust mælt með Lubbaverkefnunum við lestrarundirbúning og framburðarþjálfun.

Bjartey Sigurðadóttir, talmeinafræðingur við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar; grunnskólastig. Meðhöfundur að Leið til læsis.