Lubbi finnur málbein

Viltu hjálpa Lubba að finna málbein?

 


Athugið!

Verðin eru gefin upp
í pöntunarforminu
Pöntunarform 

 

Viðurkenning

logo

 

Besta fræðibókin fyrir börn árið 2010

 

 


Notice: Undefined offset: 1 in /home/lubbi/public_html/templates/tp_lubbi6/library/Artx/Content/Item.php on line 68

Notice: Undefined offset: 1 in /home/lubbi/public_html/templates/tp_lubbi6/library/Artx/Content/Item.php on line 68

Sagan af Einsa

Einsi er með einhverfu og byrjaði hjá mér í talþjálfun þriggja ára. Hann var kominn á fimmta ár en lítið farinn að tala þegar Lubbaefnið kom út. Hann átti það líka heima og hlustaði mikið á diskinn með vísunum og skoðað bókina. Á stofunni hjá mér er ég með plakatið með Lubbaefninu uppi á vegg og er yfirleitt með Lubbabókina á borðinu. Einsi fór fljótlega að nota sér plakatið sem boðskiptaleið til að stjórna kennslunni, þ.e. í stað þess að henda sér í gólfið og vilja ekki vinna meira þá fór hann að plakatinu og benti á bókstaf og nefndi hann. Ég opnaði þá Lubbabókina og við fundum stafinn og hann byrjaði að syngja vísurnar sem tilheyrðu bókstafnum. Hann hoppaði um stofuna, ljómaði eins og sólin, og söng ákveðnar vísur þó hann væri ekki farinn að tala neitt að ráði. Það fór aldrei á milli mála hvað hann var að syngja þó textinn væri í upphafi eingöngu hans. Með aukinni tjáningu kom alltaf meira og meira af réttum texti hjá honum.

„Mér finnst þessi saga sýna vel hve efnið er grípandi og hvað það hentar breiðum hópi barna."

Signý Einarsdóttir talmeinafræðingur