Lubbi hljóðasmiðjur

Hljóðasmiðja Lubba - allur pakkinn

Allur pakkinn - innihald:

- Hljóðasmiðja 1

- Hljóðasmiðja 2

- Hljóðasmiðja 3

- Hljóðasmiðja 4

- Mynddiskur (DVD) Lubbi finnur málbein

- Veggspjald 1 Íslensku málhljóðin

- Veggspjald 2 Hljóðastafrófið

Hljóðasmiðja 1

Táknrænar hreyfingar - Hljóðanám í þrívídd​

Áhersla á tileinkun íslensku málhljóðanna með stuðningi táknrænna hreyfinga fyrir hvert málhljóð.

Tekið er mið af tileinkunarröð og byggt er á íslenskum rannóknum á íslenskum börnum.

Gagnast öllum börnum frá unga aldri, m.a. tvítyngdum og fjöltyngdum börnum, og börnum með frávik í máli og tali á breiðu aldursbili.

Vinnugögn: Spjöld með myndum af táknrænum hreyfingum, lykilorðum, orðabanka og rímorðum. 

https://docs.google.com/forms/d/1Kx7pGfdSt36xo6RLk6Q6Odkh3m95OSgn3oIHjCzb5eM/viewform?c=0&w=1

Hljóðasmiða 2

Örsögur og verkefni

Áhersla á eflingu hljóðavitundar og annarra þátta hljóðkerfisvitundar sem fela í sér undirstöðufærni fyrir lestrarnám.

Jafnframt er lögð áhersla á hlustun, athygli, málskilning, orðaforða, samræður og gagnvirkan lestur sem undirbyggir lesskilning.

Til viðbótar fræðast börnin á margvíslegan hátt um náttúru Íslands og staðhætti.

Gagnast eldri börnum leikskóla og öllum aldurshópum grunnskóla.

Vinnugögn: Spjöld með myndskreyttum örsögum ásamt fjölbreyttum verkefnum úr hverri sögu.

Hljóðasmiða 3

Hljóðstöðumyndir

Áhersla á rétta myndun íslensku málhljóðanna út frá nákvæmri fyrirmynd um stöðu talfæranna og lýsingu á myndunarhætti.

Efnið er ekki síst hugsað sem sérhæft efni fyrir talmeinafræðinga og skjólstæðinga þeirra, börn og fullorðna sem glíma við erfiðleika og/eða frávik í myndun málhljóðanna.

Á sama hátt getur efnið gagnast fagfólki sem notar efnið í samræmi við faglega leiðsögn talmeinafræðings.

Hljóðasmiðja 4

Hljóðasmiðja 4 ásamt vinnuborði

Lagður grunnur að lestri og ritun

Áhersla á hljóðtengingu, brúarsmíð á milli stafs og hljóðs, lestur orða og einfaldra setninga ásamt ritun á grunni hljóðanáms.

Gagnast eldri börnum leikskóla, yngri börnum grunnskóla og breiðum hópi barna og ungmenna sem glíma við lestrar- og stafsetningarvanda.

Vinnugögn: VINNUBORÐ LUBBA ásamt stórum málbeinum í litum hljóðaregnbogans, minni beinum og hringjum með táknrænum hreyfingum. Einnig fylgja auka hringir og bein með spurningamerki sem gilda fyrir öll hljóð/stafi.

Hafa samband

**JLIB_HTML_CLOAKING**
+354 864 3447

Besta fræðibókin fyrir börn árið 2010


©

Copper Hill. All rights reserved.
Powered by Vefarinnmikli.is.